Örvitinn

Burt með rónana af Austurvelli

Er ekki kominn tími til að hreinsa til á Austurvelli, er það boðlegt að á miðjum degi séu blindfullir rónar ráfandi um miðbæinn? Við vorum í bænum í dag, erum að passa Ásdísi Birtu. Röltum á Austurvöll þar sem stelpurnar léku sér í grasinu og við sátum á bekk. Skyndilega heyrðist brothljóð, róni á þarnæsta bekk missti flöskuna í stéttina þannig að hún mölbrotnaði, hálfur lítri af vodka myndaði vænan poll. Þar sátu þeir þrír að sumbli en færðu sig um set eftir að spírinn glataðist. Röltu framhjá okkur, einn gerði sér dælt við stelpurnar. Fór að kjafta við Kollu og setja út á það hvernig hún fór í kollhnís, ég bað hann vinsamlegast að láta hana í friði og hannfór burt án vandræða Ásdís Birta var dauðhrædd við þá og við ákváðum að yfirgefa svæðið, þetta var ekki börnum bjóðandi.

Ég hef ekkert á móti því að fólk fái sér öl á Austurvelli, hef sest niður sjálfur og drukkið einn og tvo kalda með vinunum þegar vel viðrar. Mér finnst líka allt í lagi að fólk sé þarna blindfullt eftir miðnættu um helgar. En um miðjan dag vill ég ekki sjá ofurölvað fólk í miðbænum, það á ekki heima þar. Fólk sem varla getur staðið í lappirnar, er jafnvel búið að míga í buxurnar, æla á stéttina og blóðga á sér ennið á að færa á betri stað, láta sofa úr sér ölvunina í fangaklefa ef ekkert betra er í boði.

Þetta er ekki fasismi eða öfgakreddur. Ef miðbærinn á að vera lífllegur þarf einfaldlega að halda uppi ákveðnum standard. Sjáið þið fyrir ykkur að þessir rónar fengju að ráfa lengi um Kringluna eða Smáralind í svona ástandi? Að sjálfsögðu ekki, þeim yrði vísað á dyr. Það á að "vísa þeim á dyr" úr miðbænum.

pólitík
Athugasemdir

Erna - 05/09/05 01:44 #

Dem, einhvers staðar verða vondir að vera! Mér finnst þetta víst vera öfgakenndur fasismi í þér. Væri ekki bara nær að reyna að leysa vandamálið sem er í gangi í staðinn fyrir að vilja bara loka augunum fyrir einkennunum. SVEI =)

Matti - 05/09/05 08:55 #

Það er allt annað mál "að leysa vandamálið" með rónana. Reyndar að mínu mati óleysanlegt, en ýmislegt hægt að gera til að aðstoða þetta fólk.

Það breytir því ekki að það gengur ekki upp að rónar séu búnir að hertaka miðbæinn.

Sjáðu til, ég hef ekkert á móti þessu fólki og að sjálfsögðu má það vera í miðbænum þegar það vill. Bara ekki ofurölvað um miðjan dag. Þá skiptir reyndar engu máli hvort maður er róni eða ekki, það vill bara svo til að lang flestir þeirra sem ráfa ofurölvaðir um miðbæinn um miðjan dag tilheyra þeim flokki. Ég vil ekki að fólk sé ofurölvað í miðbænum um miðjan dag þegar fjölskyldufólk er þar með börn.

Þú ert að mistúlka mig stórkostlega ef þú heldur að ég sé að líta framhjá vandamálinu. Það er bara allt önnur umræða.

Hvorki ég, né nokkur annar, hef þann "rétt" að ráfa um blindfullur og angra fólk. Það eru ekki mannréttindi að fá að vera blindfullur á Austurvelli klukkan fjögur á laugardegi.

Lárus Páll Birgisson - 30/09/05 03:16 #

JÁ ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ!!!! Helvítis veiku alkarnir svo mikil sjónmengun fyrir greyið matta. "Ég hef ekkert á móti negrum, svo framarlega sem þeir eru annarstaðar en á Íslandi"........ fordómar eða..?

Matti hvaða afsökun hefur þú fyrir að angra fólk? Ekki ert þú nú fullur öllum stundum að angra fólk með kjaftinum á þér.... eða hvað? Á að banna þig á internetinu af því þú ert misheppnaður hálfviti sem lýgur og bullar?

Matti - 30/09/05 11:19 #

Tja, hvernig svarar maður svona athugasemd?

Á að banna þig á internetinu af því þú ert misheppnaður hálfviti sem lýgur og bullar?

Vissulega bulla ég en það væri stórkostlegt kraftaverk ef Lárus Páll myndi rökstyðja ásakanir sínar um að ég ljúgi. Að sjálfsögðu mun það aldrei gerast.