Örvitinn

Ástandið í New Orleans, myndband frá Fox

Þetta myndband lýsir ástandinu í New Orleans á ansi áhrifaríkan hátt. Sérstaklega vegna þess að þetta er frá FOX sjónvarpsstöðinni sem hefur ekki verið þekkt fyrir að vera róttæk stöð. Fréttaþulurinn reynir að hafa þetta "balanced" eins og þeir kalla það, en fréttamenn á staðnum eru ekkert á þeim nótunum, sérstaklega ekki Geraldo Rivera. Fólki er ekki leyft að fara og menn skilja ekkert í þessu. Geraldo er alveg að fríka út.

Skráin er tæp 10MB, ég kóperaði hana á serverinn minn en get ekki réttlætt gagnvart hýsingaraðila að vista hana lengi ef álag yrði mikið. Ef þið viljið dreifa þessu frekar, kóperið skrána þá á eigin server. Ekki vísa beint á skrána.

Hannitiy, Colmes, Smith, Rivera freak in New Orleans - 10MB Þetta er Quicktime skrá (.mov)

Erlendur hægvirkur mirror sem mun eflaust virka áfram...

via MeFi

Ýmislegt
Athugasemdir

Kristján Atli - 05/09/05 17:55 #

Ég er orðlaus. Hvað getur maður sagt? Og hvað í fjandanum er í gangi þarna? Af hverju fær fólkið ekki bara að fara ÚT? Hvernig gat Superdome orðið að fangelsi fyrir fórnarlömb sem gerðu ekkert af sér?

Það segir sína sögu að þetta eru FOX-fréttir, að þetta er Geraldo Rivera, að þetta sé Sean Hannity, að þetta séu mennirnir sem eru sakaðir um að styðja Bush hvað harðast af öllum í bandarískum fjölmiðlum, sem hreinlega missa sig þarna í beinni útsendingu og sýna manni blákaldann veruleikann!

"This is it, no sugar-coating, no democrat or republican, just people ... suffering ... let them go!" -Rivera

Vá.

Kristján Atli - 05/09/05 17:55 #

Mæli einnig með að það horfi allir á myndbandið sem er vísað á aðeins meðar á þessum metaFilter-þræði sem þú vísaðir á, Matti.

Þarna er greinilega bein útsending og einhvers konar landssöfnun í gangi, Mike Myers og Kanye West eru að tala og sannfæra fólk um að gefa pening og Kanye hreinlega þolir ekki við lengur. Hann talar um hversu illa sé fjallað um svertingja í þessum harmleik (satt), hann talar um að margir þeirra sem gætu hjálpað til séu nú þegar í Írak að berjast fyrir tilgangslausum málstað (satt) og endar svo á því að segja: "Bush doesn't care about black people!"

Og þá skipta myndavélarnar yfir á Chris Tucker, sem er greinilega óviðbúinn og veit ekkert hvað hann á að segja.

Allavega, myndbandið má finna hérna (MediaPlayer-skrá)

Matti - 05/09/05 17:56 #

Mike Myers er eins og hann sé að lesa af textavél, Kanye West er aftur á móti alveg að missa sig, skiljanlega.

Samkvæmt fréttum í dag er búið að tæma Superdome, en það er alveg óskiljanlegt að fólki skuli hafa verið haldið þarna.

Kristján Atli - 05/09/05 17:57 #

Jamm. Ég er að fíla nýju Kanye-plötuna í tætlur, en hann hefur nú öðlast virðingu mína. Ég man eftir sjónvarpssöfnuninni eftir 11. sept 2001, en ég bjó þá í Bandaríkjunum. Maður sat og horfði á Enrique Iglesias og Goo Goo Dolls nota tækifærið til að spila nýjustu smáskífurnar sínar í beinni um öll Bandaríkin, í skini "relief efforts", og var hálf vantrúaður á þetta falska rugl sem maður var að sjá þarna.

Og svo kemur Kanye, loksins, og gerir öll hin celebritýin að fíflum.

Já, og með SuperDome, þá þurftu þau víst að bíða lengur þegar loksins var farið að tæma staðinn svo að ríkir gestir Hyatt Hótelsins gætu fengið forgang (síðasta málsgreinin).

Var að skrifa færslu um þetta sjálfur. Ég elskaði þessa borg þegar ég bjó þarna á svæðinu, ég er svo reiður & dapur yfir þessu að ég veit ekki alveg hvert ég á að snúa mér. Ég á vini í N.O. sem ég veit ekkert hvort eru dauðir eða hvað...

Matti - 05/09/05 17:58 #

Breytti nafninu á skránni (og vísuninni) þar sem feitletruðu skilaboðin í færslunni virðast hafa farið framhjá sumum.

Ekki það að þetta valdi óbærilegu álagi á server og tengingu, mér finnst bara helvíti pirrandi þegar menn vísa beint á skrár á mínum server en ekki á færsluna sjálfa.

Þeir sem vísuðu á færsluna fá þakkir fyrir.

Matti - 05/09/05 17:59 #

Á einhvern furðulegan máta tókst mér að eyða þessari færslu (og meðfylgjandi athugasemdum) úr dagbókarkerfinu.

Sem betur fer eyðir kerfið ekki skránni af servernum þannig að ég gat sett þetta inn aftur í kerfið. Það eina sem breyttist eru tímasetningar á athugasemdum.

Matti - 05/09/05 22:36 #

Flott, ég er dálítið stressaður varðandi linkinn sem ég er að nota. Hýsi serverinn hjá vinnunni og borga ekkert fyrir, vil því fara frekar hóflega með tenginguna.

Annars hefur þetta ekki valdið miklu álagi þó töluverður fjöldi sé búinn að skoða myndbandið. Þetta dreifist nokkuð vel.