Örvitinn

Íþróttastelpur

Kolla ballerínaStelpurnar byrja í vetrarsportinu í dag. Kolla fer á fótboltaæfingu, Inga María í leikfimi. Keyptum fótboltaskó á Kollu í gær. Hún er ósköp spennt, segist ætla að æfa og spila með Liverpool. Maður gæti haldið að faðir hennar hafi áhrif á hana :-)

Inga María verður í sama sporti og í fyrra, er of ung fyrir hitt, fær að velja á næsta ári Verður semsagt í dansi og leikfimi. Kolla valdi fótbolta og ballett, mér finnst það góð samsetning. Verður gaman að fylgjast með henni, sjá hvort ballett á vel við hana. Keyptum búning fyrir helgi og hún tekur sig bara nokkuð vel út. Konan í balletskólanum tók fram að stepurnar yrðu oftast fyrir vonbrigðum vegna þess að þær gerðu ráð fyrir miklu meira dúlleríi, þær fara ekki upp á tærnar fyrr en eftir nokkur ár.

Mér finnst fínt að þær prófi sem mest og velji svo það sem þær kunna vel við. Vona bara að þær finni sér sport sem þær endast í.

fjölskyldan