Örvitinn

Matur handa fimm fyrir hundrađ og fimmtíu krónur (túnfiskpasta)

Elduđum túnfiskpasta í kvöld, gerum ţađ nokkuđ reglulega. Gyđa hringdi í mig međan ég beiđ eftir strćtó og fékk ráđleggingar. Ţegar ég kom heim var búiđ ađ skera lauk og hvítlauk, allar dósir komnar á borđ og spagettí byrjađ ađ sjóđa.

Hvernig eldar mađur handa fimm fyrir um hundrađ og fimmtíu krónur. Mađur byrjar í Bónus, ég hamstrađi spagettí og tómata í dós í gćr ţegar ég sá hvađ ţađ var ódýrt.

Byrja á ţví ađ steikja lauk og hvítlauk í olíunni, bćta sveppunum útí ţegar laukur er orđinn glćr. Ţegar sveppir eru tilbúnir skellum viđ tómötum og tómatpúrru út í, látum malla í smá stund. Bćtum svo sykrinum, sítrónusafanum og balsamik edik út í. Leifum ţessu ađ krauma í smá stund, hrćrum vel í.

Ţegar spagettíiđ er tilbúiđ (alls ekki ofsođiđ, dragiđ mínútu frá suđutíma sem gefinn er upp á umbúđum!) skellum viđ ţví skál, smá olíu yfir. Slökkvum undir sósunni, tökum helminginn af túnfisknum og myljum milli fingra í sósuna, ţađ má ekki setja of mikinn túnfisk, ţá verđur hann of ráđandi. Skelliđ restinni af túnfisknum á disk og leyfiđ krökkunum ađ borđa hann. Túnfiskurinn á ekki ađ malla í sósunni, heldur skellum viđ ţessu saman viđ pastađ.

Boriđ fram međ parmesan osti, maldon salti og svörtum pipar. Yfirleitt hef ég ekki sveppi međ en viđ áttum til opna öskju og ţví fínt ađ nota ţá. Ég er nýbyrjađur ađ nota sítrónusafa og balsamik edik, ţađ má sleppa ţví en mér finnst ţađ betra. Sykurinn tek ég alltaf milli tveggja putta og balsamic edikiđ dassa ég út í.

Ţetta dugđi vel handa okkur fimm, stelpurnar borđa kannski ekki mjög mikiđ, en á móti kemur ađ ég borđa stundum fullmikiđ eins og t.d. í ţetta skiptiđ.

matur