Örvitinn

Skokk í morgun

Vorum snemma á ferðinni í morgun, stelpurnar voru að fara í berjamó með leikskólanum og þurftu að vera mættar í síðasta lagi 09:10, við mættum því rétt rúmlega hálf átta svo þær gætu fengið sér morgunmat í leikskólanum.

Ég skellti mér í Laugar, var kominn á brettið klukkan níu og skokkaði í hálftíma. Ekki hægt að segja að ég hafi hlaupið af miklum krafti, var á 10km hraða mestan tíma. Tók mínútu göngupásu eftir fimmtán mínútna hlaup. Jók hraðann örlítið í lokin með Killing in the name of í eyrunum. Er ánægður með að hafa klárað hálftímann þar sem ég var alveg tilbúinn að hætta eftir fimmtán, það er dálítið gott að gera meira en maður getur. Púlsinn var hærra lagi þegar ég var búinn.

Kom við í 10/11 eftir ræktina og keypti haframjöl og létt AB mjólk. Borðaði morgunmatinn fyrir framan tölvuna. Helvíti fínt. Ef ég myndi drullast til að gera þetta tvisvar til þrisvar í viku væri ég fljótur að koma mér í form.

heilsa