Örvitinn

Farsímar međ mp3 spilara

Skrítiđ ađ sjá fjölmiđla láta eins og Apple sé ađ kynna eitthvađ byltingarkennt? Vissulega er ţađ fréttnćmt ađ Apple fari inn á símamarkađinn og ţađ er óneitanlega flott ađ geta downloadađ tónlist međ iTunes. En sími sem getur spilađ mp3 er gamlar fréttir. Allir framleiđendur bjóđa upp á ţannig síma og hafa gert í dálítinn tíma.

Reyndar sýnir ţetta ágćtlega ađ Apple kann ađ markađssetja. Hvernig stendur á ţví ađ menn hafa ekki gert meira af ţví ađ selja síma sem mp3 spilara? Ţetta er ađ mínu mati afar hentug samsetning, ţú ert alltaf međ símann á ţér, ţegar hann hringir stoppar tónlistin sjálfkrafa og heldur áfram ţegar símtali er lokiđ og auk ţess eru símarnir međ útvarp.

Í frétt á mbl.is er ţetta sérstaklega tekiđ fram eins og um tćknibyltingu sér ađ rćđa:

Tónlistin er geymd á 512 megabćta minniskorti og sérstakur búnađur stöđvar afspilunina ef hringt er í símann.

grćjur
Athugasemdir

Kristján - 08/09/05 18:58 #

Ţessi frétt á mbl.is er fáránleg. Ţađ sem Apple var ađ kynna í gćrkvöldi var fyrst og fremst iPod nano en ekki ţessi tónlistarsími sem er framleiddur af Motorola!

iPod nano er kúl! Sjá nánar á www.apple.com/ipodnano/

Matti - 08/09/05 19:02 #

Já ţađ er satt, ţessi símaumrćđa er algjör "ekkifrétt":

4GB iPod nano er ansi spennandi. En ég lćt símann duga :-)

Matti - 08/09/05 21:18 #

Í kvöldfréttum sjónvarps var fjallađ um ţetta og ţar var gemsinn einnig ađalatriđi. Áhugavert ađ í hvert sinn sem Apple kynnir nýjar vörur skuli ţađ komast í fréttir allra fjölmiđla.

Sćvar Helgi - 08/09/05 22:27 #

Kemst ţađ ekki líka í fjölmiđla ţegar Microsoft kynnir nýjustu útgáfu á Windows? Bara spyr, hef ekkert fylgst sérstaklega međ ţví.

Matti - 08/09/05 22:44 #

Vissulega, en ţađ gerist á nokkurra ára fresti. Apple kynnir nýjar vörur tvisvar á ári og nú snúast fréttirnar um a) síma sem er ekkert spes og b) mp3 spilara sem er varla bylting.

Ég skil alveg ađ ţađ sé fréttnćmt ţegar stórfyrirtćki kynna vörur sínar, en Apple hefur náđ alveg nýjum hćđum í ţeim efnum.

Annars finnst mér ţetta ennţá jafn fyndiđ :-)