Örvitinn

Bitur sjúkraliði

Lárus Páll góðkunningi minn heldur áfram að setja inn athugasemdir á Vantrú þrátt fyrir að vera útilokaður frá þeirri síðu til eilífðarnóns, enda hefur hann lofað að láta okkur aldrei í friði. Við eyðum innleggjum við fyrsta tækiæri en stundum standa þau í nokkra tíma því hann kommentar iðulega um miðjar nætur þegar hann er á vakt á spítalanum. Þó hann skrifi undir margvíslegum fölskum nöfnum er yfirleitt auðvelt að þekkja athugasemdirnar, við erum farnir að kannast við stílinn.

Strákurinn er orðinn bitur eins og sést á nýjasta innleggi hans. Í nótt sendi hann inn athugasemd og notaði póstfangið fokkjúmatti@reiður.is :-) Að öðru leyti var kommentið ekki merkilegt, ég eyddi því samt og mun halda áfram að eyða öllum athugasemdum hans.

Það getur verið dálítið sætt að fylgjast með svona þráhyggju en óhugnalegt um leið.

Ýmislegt
Athugasemdir

Birkir - 14/09/05 21:29 #

Ok... Nú ætla ég ekki að þykjast hafa fylgst mikið með því hvað téður Lárus hefur verið að láta frá sér á Vantrú eða hvernig deilur ykkar hafa þróast, né að ég ætli að vera að skipa mér í eitthvað dómarasæti hér. Ég má samt til með að spyrja: Hver er tilgangurinn með að hafa síðu með opnu kommentakerfi sem á að stuðla að umræðu um ákveðið málefni ef það á bara að leyfa sumum að tjá sig? Er það ekki algerlega á skjön við tilganginn?

Matti - 14/09/05 21:43 #

Það fá allir að tjá sig, svo lengi sem þeir halda sig við efnið og eru temmilega málefnalegir, menn þurfa ekkert að fara silkihönskum um okkur. Ég eyddi út tveimur athugasemdum um helgina þar sem einstaklingar fóru yfir strikið í skítkasti gagnvart Gunnari í Krosinnum, en annars fær næstum allt að standa.

Þetta er bara eins og margt annað, segjum að ég opni veitingastað sem væri öllum opinn, ef einhver kæmi inn og byrjaði að rústa staðnum og áreitað aðra gesti myndi ég náttúrulega henda honum út og ekki hleypa inn aftur.

Það geta allir sem skoða Vantrú séð að þar fær fólk að tjá sig jafnvel þó það sé ósammála okkur og láti það í ljós. En Lárus Páll fór yfir strikið, ítrekað. Staðan var einfaldlega sú að það þurfti að loka annað hvort á hann eða missa Vantrúarpenna sem höfðu engan áhuga á að standa í stappi við hann. Hann fullyrti ýmislegt um okkur en rökstuddi það aldrei þrátt fyrir ótal áskoranir.

Það á ekki "bara að leyfa sumum að tjá sig", það fá allir að tjá sig nema Lárus Páll.

Þess má líka geta að það væri fyrir löngu búið að leyfa Lárus Páli að tjá sig aftur (eins og danskurinn sem lokað var á tímabundið) ef hann hefði ekki farið yfir strikið - t.d. um því að breiða út lygar um mig.

Ég myndi alls ekki segja að það sé í skjön við tilganginn að loka á ákveðna einstaklinga (semsé Lárus Pál, það er ekki lokað á neinn annann) - ef tilgangurinn er sá að stuðla að umræðu um ákveðin málefni. Ég myndi þvert á móti segja að sé nauðsynlegt til að slíkar umræður geti átt sér stað. A.m.k. rústaði Lárus Páll afar mörgum umræðum með stælum og órökstuddu þvaðri.

Það er ágæt samantek á þessu í kommentum á blogginu hans Bigga.

Lárus Páll Birgisson - 30/09/05 03:09 #

Þú ert nú alveg magnaður lygari Matti minn. Fordómafullur lygari! Það er lygi sem þú segir að ég hefði átt einhvern "sjens" að mega tjá mig aftur á áróðursritinu þínu. Það er lygi og það veistu.

Hvaða strik er þetta svo sem ég fór yfir? Er ekki sannleikurinn sá að það vara lokað á mig af því ég er ekki sammála ykkur? Sannleikurinn er sá að þið þolið ekki gagnrýni, hlustið ekki á önnur sjónarmið og hafið engann áhuga á að heyra annað en já og amen við ykkar hugmyndum.

Ég veit ekki betur en að ég hafi tekið marga pistla ykkar í nefið, að ég tali nú ekki um öll kaffihúsaspjöllin þar sem trúbróðir þinn Birgir frussaði af reiði yfir að geta ekki svara spurningum mínum.

Þið þolið ekki að hafa rangt fyrir ykkur og það er þess vegna sem lokað var á mig.

Þið eruð engu betri en allir trúmennirnir sem þið hatið svo innilega og sjáið heiminn með þrengsta vinkil sem hægt er.

Vantru.net er til skammar fyrir trúleysingja og fjöldinn allur af trúleysingjum frábiðja sér að eiga nokkuð sameiginlegt með ykkur.

Lalli

ps ertu hættur að taka reiðiköst?

Jón Magnús - 30/09/05 09:59 #

Sæll lalli, hvernig væri að þú sem kommentar í vinnunni þinni í spítalanum myndir checka sjálfan þig inn á hann við tækifæri? Af þessum kommentum þínum að dæma áttu mikið bágt!

Matti - 30/09/05 11:06 #

Það er lygi sem þú segir að ég hefði átt einhvern "sjens" að mega tjá mig aftur á áróðursritinu þínu. Það er lygi og það veistu.

Furðulegt, hefur Lárus Páll aðgang að prívatspjalli Vantrúarmanna, msn samskiptum þeirra og umræðum þeim sem eiga sér stað þegar þeir hittast?

Hvernig útskýrir hann þá staðreynd að danskurinn skrifar nú á fullu á Vantrúarvefinn (og bullar mikið) þrátt fyrir að hafa verið bannaður á svipuðum tíma og Lárus Páll?

Er ekki sannleikurinn sá að það vara lokað á mig af því ég er ekki sammála ykkur?

Nei, það er ansi ítarlega farið yfir þetta í kommentinu hjá Bigga sem ég vísa á í síðustu athugasemd minni. Eins og vanalega kýs Lárus Páll að láta sem hann sjái ekki það sem þegar hefur verið skrifað og endurtekur bara bullið. Birgir segir í athugasemd sinni meðal annars:

Lárus, það lætur sér ekki nokkur maður það sér fyrir brjósti brenna að þú sért ósammála okkur. Ef það væri ástæðan fyrir lokuninni á þig myndum við vera búnir að loka á alla trúmenn inni á Vantrú fyrir löngu.
Nei, vandinn við þig felst í þessu sem við erum búnir að lýsa: Í stað þess að ræða málefnalega það sem til umræðu er þá:
1. Gerir þú okkur taumlaust upp skoðanir
2. Leiðir umræðuna afvega.

Ég vona að lesendur sjái hversu þreytandi það getur verið að fást við Lárus Pál og að nauðsynlegt var að loka á hann til að halda uppi rökræðum á Vantrúarvefnum.