Örvitinn

Rör

Kolla fékk rör í eyrun í morgun í enn eitt skiptið. Er heima í hálfgerðri þynnku, verður dálítið slöpp eftir svæfinguna.

Ég og Inga María röltum á leikskólann í morgun. Hún hefur verið dálítið erfið þessa vikuna, vill ekki vera eftir á leikskólanum og á endanum kveð ég hana grátandi í fangi fóstru. Get sagt ykkur að það er óskaplega erfitt.

Tók strætó í vinnuna, fór í S3 rétt hjá leikskólanum og úr honum á Miklubraut þar sem ég beið í 15 mínútur eftir vagni fimmtán (sem gengur á 20 mínútna fresti). Dæmigert.

19:30

Kolla er ennþá slöpp, ælir reglulega - heldur engu niðri. Fær sér sopa af sprite á fimmtán mínútna fresti.

20:50

Jæja hún er sofnuð í sófanum. Búin að vera ælandi í allan dag, skelfilegur dagur hjá greyið stelpunni. Vonandi nær hún að sofa til morguns.

21:20

Ekki var það svo gott, hún er hálfvakandi með andlitið ofan í balanum. Jæja, er hugsanlega að sofna aftur...

23:50

Jæja, hún er farin upp í rúm. Ældi rétt áðan, tveimur mínútum eftir að læknirinn fór. Virkaði miklu hressari þegar hann kom (og klukkutímann þar á undan) en gubbaði svo um leið og hann var farinn. Svona er hún búin að vera í allt kvöld. Æi, þetta er skelfilegt.

15.09 08:15

Ennþá er hún slöpp. Svaf samt ágætlega en liggur nú í sófanum með balann innan handar. Reyndi að æla áðan en ekkert kom, enda hefur hún ekkert borða. Fær sér sprite sopa af og til.

09:00

Fyrir utan er grafa á fullu, ekki beinlínis hægt að slaka á. Kolla liggur í sófanum með balann. Búinn að narta örlítið í ristað brauð. Er ekki föl en er slöpp. Inga María er hress og kát. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma henni í leikskólann, ekki beint hægt að fara með Kollu í bíl ef henni er óglatt og Inga María hefur verið dálítið erfið þegar ég hef verið að kveðja hana síðustu tvo morgna.

09:12

Jæja, hún fór á klóstið að pissa en kom hlaupandi til baka og ældi í balann.

11:00

Gunna kom og skutlaði Ingu Maríu í leikskólann. Kolla er búin að vera sæmilega hress síðustu tvo tímana en virðist allt í einu slappari núna. Er sofnuð í sófanum.

11:55

Kolla er hressari, spjallar og teiknar á blað. Ég tók nokkrar myndir.

fjölskyldan