Örvitinn

Það er fótbolti í sjónvarpinu mínu

Ég er kominn með Enska boltann, auk þess að geta horft á Rúv og Skjá1 í góðum gæðum í stofunni. Fyrst um sinn þarf ég að hýrast í stofunni á miðhæðinni og glápa á tuðruspark í litlu sjónvarpi en þökk sé þráðlausu neti og öðrum nútímaþægindum ætti það að vera allt í lagi. Þegar fram líða stundir geta ég svo glápt á dýrðina niðri í sjónvarpsstofu.

Það var ekki mikið mál að tengja sjónvarpsboxið en ég þurfti samt að hringja í Badda og spyrjast fyrir þegar á skjáinn kom valmynd þar sem beðið var um notendanafn og lykilorð, enda ekkert slíkt á neinum pappírum. Svarið var svosem lógískt, þegar maður var búinn að heyra það.

dagbók