Örvitinn

Örbylgjupopp er löðrandi

Fékk mér örbylgjupopp enda glorhungraður. Eftir að hafa klárað poppið fór á fram á bað og þvoði á mér hendur og andlit. Verst að lyklaborðið er kámugt. Lexía dagsins, ekki borða örbylgjupopp og pikka um leið.

Æfing í kvöld, menn hafa ekki látið mikið heyra í sér þannig að ég er ekkert alltof bjartsýnn á mætinguna. Kemur í ljós.

Tek strætó klukkan hálf. Frá 18:40 - 18:55 mun ég standa eins og bjáni við biðskýli á Miklubraut að bíða eftir S3, hlusta á Sigurrós og glápi á bílana bruna hjá. Það versta við þessar tvískiptu strætóferðir er að það er eiginlega ekkert hægt að gera í biðskýli annað en að stara út í loftið. Í langri strætóferð getur maður gluggað í bók eða blað til að stytta sér stundir. Á móti kemur að þá verður maður bílveikur.

Jæja, ætla ekki að missa af 15.

dagbók