Örvitinn

Á morgun verð ég þunnur!

Gera má ráð fyrir því að á þessum tíma á morgun verði ég afskaplega þunnur í stofunni að horfa á Liverpool leikinn í sjónvarpinu. Það vill nefnilega koma fyrir að ég verði dálítið slappur eftir ölvun og þar sem Parkodín Forte er lyfseðilsskylt verð ég bara að sætta mig við ástandið.

"Af hverju ertu að detta í það fyrst þú verður svona þunnur" gæti einhver spurt og haldið að þar væri ég kominn í klípu, þyrfti að játa upp á mig drykkjusýki og aumingjaskap - sem er rétt. Ég dett í það vegna þess að mig langar til þess! Í kvöld er lokahóf knattspyrnufélagsins Henson, hittumst í heimahúsi - ég ætla að elda pizzur ofan í mannskapinn og við munum hella í okkur fullt af bjór og (fjandakornið) tekíla. Eflaust skríða menn í bæinn seint og síðar meir þó ekkert hafi verið planað í þeim efnum.

Já, pizzurnar. Ég geri þær bara eins og vanalega, nema ég geri þrjár tvöfaldar uppskriftir. Búinn að kaupa allt sem þarf. Eina málið er skálar, ég er vanur að hræra deigið í skál og láta það svo hefast í henni, en það hlýtur að vera hægt að láta deigið hefast í hverju sem er, eða hvað.

En á morgun verð ég semsagt þunnur og líklega þarf ég að skreppa í barnaafmæli um eftirmiðdaginn. Á einhver þarna úti töflu af Parkódín Forte sem hann er tilbúinn að gefa mér :-) Æi, ég verð a.m.k. orðinn góður rétt rúmlega sex, eftir inniboltann.

dagbók
Athugasemdir

Lárus Páll Birgisson - 30/09/05 03:21 #

Passaðu bara að enginn sjái þig fullan og dópaðann Matti.... þú veist, það fer svo fyrir brjóstið á fyrirmyndarborgurunum...þessum sem geta ekki orðið reiðir..

Matti - 30/09/05 11:01 #

Ég passa mig á því að vera ekki ölvaður þar sem það á ekki við, dópaður er ég aldrei.

Skil ekki alveg tal þitt um fólk sem aldrei verður reitt, ef þú ert að vísa til mín er það út í hött, ég verð oft reiður.

Lygi þín snerist ekki um að ég yrði stundum reiður.

Lárus Páll Birgisson - 01/10/05 00:48 #

"ath. póstfangið birtist ekki á síðunni"

þetta er nú bara eitt dæmið um lygi sem þú viðhefur sjálfum þér til framdráttar.

Matti - 01/10/05 00:51 #

lol, þú ert sorglegur. Póstföng birtast ekki sjálfkrafa á síðunum.

Það gildir ekki það sama fyrir þig og aðra.