Örvitinn

Snúður

Fer með Kollu í ballet á eftir. Meðal þess sem ég þarf að sjá um er að setja snúð í hárið á henni. Því miður gleymdist að æfa þetta í gærkvöldi og ég er satt að segja alveg úti á þekju. Er að spá í að spyrja konurnar á leikskólanum hvort þær geti reddað mér. Á meðan Kolla er í ballet röltum ég og Inga María í Nettó í Mjódd og verslum.

Ég held áfram að refresha ljósmyndakeppnisvefinn til að sjá nýjustu einkunn. Maður sér reyndar bara fjölda einkunna og meðaltal, en útfrá því er auðvelt að sjá meðaltal síðustu einkunna. Mér gengur ágætlega og hef fengið nokkur fín komment - en inn á milli mæta svo bjánar sem gefa lágt :-) Ok, ég skil að smekkur sé misjafn og að sumir gefi fimm en aðrir sjö, en það meikar ekki sens að meðaleinkunn sé yfir 6.5 eftir rúmlega 90 stigagjafir og svo komi einhver og gefi 1, myndin er ekki á nokkurn hátt drasl. Æi, þetta eru bara einhverjir asnar :-)

Fótboltaæfing í kvöld. Maður verður víst að mæta, ég er samt dálítið þreyttur í fótunum eftir skokkið í morgun. Verð að passa mig að togna ekki - nenni ekki að standa í slíku. Æi, ég fer nú alltaf þó ég nenni ekki stundum :-)

dagbók