Örvitinn

Misheppnuð blóðgjöf

Fór í Blóðbankann í hádeginu til að gefa mína reglulegu gjöf. Þetta fór þó frekar illa í dag því ekkert gekk að ná úr mér blóðinu. Konan stakk en náði ekki að finna æðina vel, reyndar fannst mér leka þokkalega úr þessu en hún var ekki sátt með rennslið. Fór þá að hreyfa nálina fram og til baka í leit sinni að alvöru æð en ekkert gekk það, samt var þetta bara sárt fyrst. Að lokum gafst hún upp og spurði hvort ég kæmi ekki bara eftir viku. Ég hefði alveg verið til í að láta stinga í hina hendina til að afgreiða málið en það er víst vinnuregla í Blóðbankanum að stinga aldrei oftar en einu sinni.

Þannig að ég mæti aftur í næstu viku. Skil ekki hvað er að gerast með þessar æðar mínar.

dagbók
Athugasemdir

Halldór E. - 30/09/05 22:30 #

Ég er ekki viss á þessari vinnureglu sem þú nefnir. Ég hef lent tvívegis í lekavanda niðrí Blóðbanka og í bæði skiptin hefur verið byrjað upp á nýtt á hinni hendinni.

Matti - 30/09/05 22:45 #

Þú segir nokkuð - þegar ég geng á konuna, sem er mín heimild í málinu, er hún alls ekki viss lengur - þannig að þetta er líklega bara eitthvað bull :-)

Ég ætla að spyrja þær út í þetta þegar ég fer í næstu viku.