Örvitinn

Smáfréttir

Ísskápurinn er bilaður, ég tók hann úr sambandi í gærkvöldi. Skápurinn var farinn að blása heitu og svo voru heljar læti í honum. Þau matvæli sem við hentum ekki í ruslið eru í plastpokum úti á svölum. Vonandi hlýnar ekki. Náði ekki samband við verkstæðið á föstudag, þá var lokað vegna jarðafarar. Óskaplega er mikið vesen útaf þessum heimilistækjum okkar.

Kíktum í Mjódd klukkan tvö í tilefni opnunar þjónustumiðstöðvar. Helvíti sniðugt trix að láta leikskólabörn syngja því þannig tryggir þú mætingu. Aftur á móti var ekkert pláss fyrir allt þetta fólk og ég sá Kollu ekki á sviðinu. Þegar krakkarnir voru búin að syngja var ég heillengi að troða mér í gegnum þvöguna til að sæka Kollu. Við brunuðum heim strax eftir sönginn.

Já, svo gleymdi ég að nefna að í fyrradag gerðist ég áskrifandi að Gestgjafanum. Nýja síðan er alger snilld, hlakka til að fá blaðið og bókina sem fylgir með. Gestgjafinn er eitt af þessum blöðum sem ég les alltaf ef ég kemst í það þannig að það meikaði sens að gerast áskrifandi.

dagbók
Athugasemdir

Már - 02/10/05 00:30 #

Gaman að heyra. Það er einmitt búið að vera mjög gaman að taka þátt í að hanna og koma á koppinn þessari síðu. Hún Nanna á mikinn heiður skilið fyrir sína vinnu í þessu.

Nanna - 02/10/05 14:26 #

Takk, strákar. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna (sem ég byrjaði reyndar á fyrir 7-8 árum með vefsíðu í huga) og það er til svo mikið efni - sumt tilbúið, annað bara í höfðinu á mér - að ég held að mér sé alveg óhætt að lofa því að síðan eigi bara eftir að verða betri.

Matti - 03/10/05 17:21 #

Notaði uppskrift af Gestgjafavefnum í gærkvöldi, kom afar vel út.

Það væri mjög gaman að sjá fleiri ítarlegar uppskriftir á vefnum, þ.e.a.s. með myndum af ferlinu, ekki bara útkomunni.

Már, er ekki verið að nota cookies til að vista login upplýsingar? Mér finnst eins og ég þurfi alltaf að logga mig inn.