Örvitinn

Lengi lifi rökhyggjan!

Í hinni stórskemmtilegu mynd Guru busters sem Skeptíkus sýndi í gærkvöldi var atriði sem sló mig. Efahyggjumennirnir Indversku eru með skóla þar sem þeir kenna götubörnum rökvísi og gagnrýna hugsun, sem er frábært framtak. En svo var sýnt úr kennslustofunni þar sem krakkarnir hrópuðu í sífellu "lengi lifi rökhyggjan" eða eitthvaði í þá áttina. Mér fannst það agalegt. Frábært að kenna krökkunum gagnrýna hugsun, þau hrópuðu ekki slagorð öllum stundum, en söngurinn minnti mig óþægilega mikið á heilaþvott. Ég kunni ekki við þetta þrátt fyrir að þarna væri verið að boða eitthvað sem ég er ákaflega fylgjandi.

En svo fór ég að hugsa eftir sýninguna. Þetta er nákvæmlega það sem Þjóðkirkjan stundar. Láta unga krakka synga og endurtaka frasa til að hafa áhrif á þau - og þetta finnst flestum trúmönnum ekki bara allt í lagi, þeim finnst þetta dásamlegt. Sunnudagsmorgnar, leikskólatrúboð, fermingar"fræðsla", kristilegar sumarbúðir. Þetta er allt saman skipulagður heilaþvottur þar sem stöðugt er logið* að krökkum til að fá þau til að aðhyllast ranghugmyndir sem þau eiga flest afar erfitt með að losna við þegar þau vaxa úr grasi.

Hvað er málið? Af hverju finnst Þjóðkirkjuliðinu þessi ástundum Þjóðkirkjunnar ekki álíka fasísk og mér finnst að sjá indverska efahyggjumenn gera það sama með börnum?

Hvað er að þessu Þjóðkirkjuliði?

*Lygi í þeirri merkingu að þeim er kennt að ýmislegt sé staðreynd þó allir viti að sú fullyrðing sé afar vafasöm og í flestum tilfellum einungis óskhyggja trúmanna sem vita betur

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 05/10/05 11:50 #

Það er líka svoltið þannig að þetta rekið einsog trúarbrögð þarna, maður skilur að þetta sé erfið barátta hjá þeim en samt tel ég þetta ekki rétta leiðin.