Örvitinn

Hvað er að þessu Þjóðkirkjuliði (annar hluti)

Ég spurði í dag hvað væri eiginlega að þessu Þjóðkirkjuliði, best ég spyrji aftur.

Guðfræðineminn Ólafur Jóhann dásamar skrif Víkverja frá í gær, ég sá þau skrif en nennti ekki að pirra mig á trúaráróðri í málgagni Þjóðkirkjunnar. Ólafur Jóhann heldur ekki vatni og segir meðal annars:

Við sem vinnum í kirkjunni vitum að trúin er nauðsynleg hverjum manni og hverju barni.

Nú, vitið þið það. Magnað hvernig allt þetta trúlausa fólk, öll þessu trúlausu börn, fúnkera alveg ágætlega þrátt fyrir skort á trú. Er þetta ekki eins og alkóhólistinn sem reynir að hella áfengi ofan í alla sem hann umgengst?

Hvað er að þessu liði, af hverju sér það ekkert athugavert við að láta lítil börn fara með trúarþulur, fylla þau af hindurvitnum og þvælu. Skortir þetta fólk hugsanlega siðferðisþroska? Ætli málið sé að þau séu meira og minna siðlaus?

kristni
Athugasemdir

Eva - 06/10/05 08:43 #

Þetta er nú ekkert mjög dularfullt Matti. Þegar trúmenn segjast "vita" eiga þeir við að þeir séu sannfærðir.

Trúað fólk er oftast sannfært um að trú sé nauðsyn af því að það getur ekki ímyndað sér að hægt sé að lifa góðu lífi án þeirrar blekkingar að það þurfi ekki að taka ábyrgð á lífi sínu eitt og hljóti alltaf að vera í liði með þeim sterkasta. Alveg eins og alkinn heldur að líf án vímu sé ömurlegt.

Semsé bara mannleg sjálflægni og þröngsýni.

Matti - 06/10/05 09:00 #

Já, ég veit. Ég held að greining þín sé hárrétt.

Ég er bara ennþá að átta mig á viðbrögðum mínum við að sjá svona áreiti frá efahyggjumönnum, þ.e.a.s. ég kunni ekki að meta það að efahyggjumenn beittu sömu aðferðum og trúmenn. Mér fannst það rangt!.

Er virkilega enginn trúmaður sem fær sömu tilfinningu þegar hann sér eða hugsar um barnastarf kirkjunnar og ég fékk þegar ég sá indversku efahyggjumennina láta börnin hrópa slagorð. Jafnvel þó mér þættu slagorðin fín fannst mér þetta alls ekki viðeigandi.

Hvernig væri að Þjóðkirkjan og aðrir trúarhópar myndu leyfa börnum að vera börn, hætta þessari starfssemi. Ef trúin er svona nauðsynleg hlýtur fólk að flykkjast til Kirkjunnar þegar það hefur náð fullorðinsaldri.

Væri ekki nær að styrkja barnastarf á veraldlegum forsendum þar sem börn úr öllum trúarhópum (þ.e.a.s. úr fjölskyldum sem tilheyra mismunandi trúarhópum, mér finnst rangt að tala um að börn tilheyri trúarhópi) gætu komið saman og leikið sér án þess að um leið sé verið að troða í þau pólitískum og trúarlegum áróðri?

Mér finnst það.

Elvar - 08/10/05 01:08 #

Því segi ég það. Það er ekkert hægt að vera hlutlaus þegar aðrir notfæra sér hlutleysið sér til framdráttar.

Sko Matti, ef þú segir við dætur þínar: "Ég ætla að leyfa ykkur að ráða því með hvaða liði þið haldið í enska boltanum" (því mega fylgja hvaða röksemdur sem er), þá kemur frændi þinn eftir viku og sannfærir þær um ágæti man u!

Þannig virkar nú heimurinn. Þú berst ekki gegn ranglæti með hlutleysi, svo mikið er ljóst.

"Við sem vinnum í kirkjunni vitum að trúin er nauðsynleg hverjum manni og hverju barni."

Við sem vinnum þar ekki vitum hins vegar að svo er ekki.