Örvitinn

Innihaldslaust þvaður

Það var lítið mál að rífa sig upp í morgun, fór á fætur hálf sjö - sótti Jónu Dóru og skellti mér í ræktina. Hamaðist á orbitrek tæki í hálftílma og glápti á tilþrif úr ensku deildinni á Skjá1, fínt sjónvarpsefni. Þetta orbitrek dæmi jafnast ekkert á við hlaupin en er samt ágætt, ég fann lítið fyrir kálfanum meðan ég æfði. Skutlaði Jónu Dóru í vinnuna og var mættur um átta. Fæ mér hafragraut klukkan níu.

Óskaplega er í raun lítið mál að fara snemma á fætur. Merkilegt vegna þess að manni finnst það svo ómögulegt þegar maður er fastur í hinni rútínunni, að vaka frameftir og vakna seint. Ég er ekki frá því að það sé skárra að vakna snemma á morgnana.

Apple dagur í dag, þetta er það eina sem ég nenni að lesa um það.

Ég rakaði mig í morgun, það gerist alltof sjaldan.

Í gær pantaði ég tíma hjá húðsjúkdómalækni fyrir mig og Ingu Maríu, erum bæði frekar slæm af exemi um þessar mundir. Við fengum tíma 23. nóvember.

Er ekki mestallt blogg hvort sem er innihaldslaust þvaður?

dagbók