Örvitinn

Mistök græjufíkils

d2xSkellti mér áðan í Ormsson Síðumúla og keypti þráðlausa fjarstýringu fyrir Nikon D70. Hef lengi ætlað mér að kaupa hana, aðallega vegna þess að eina leiðin til að nota bulb (hafa shutter opinn í meira en 30sek) er að nota svona fjarstýringu. N.b. þeir eiga þrjár eftir og stykkið kostar um 2k.

Gerði stór mistök, fékk að handleika Nikon D2X vél. Þetta er ógurleg græja, það er ekki hægt að segja annað og útsýnið, ekki hægt að bera það saman við D70. Spurning um að bíða með það í nokkra daga að glápa í gegnum vélina mína svo ég verði ekki fyrir vonbrigðum.

Stykkið kostar fimm hundruð þúsund þannig að ég er ekki að fara að eignast svona vél á næstunni - nema ég fái hana í jólagjöf :-P

Ég held að græjufíklar ættu að forðast að handleika dót sem þeir hafa ekki efni á að kaupa, maður hefur ekki gott af því að þrá eitthvað sem maður getur ekki fengið :-)

græjur
Athugasemdir

Einar H - 14/10/05 19:38 #

Ég keypti mér svona fjarstýringu á netinu frá kandada á 20 dollara kanadíska og var svo sent til mín í umslagi eins og með venjulegum pósti, enginn vsk eða tollur helvíti skemmtilegt tæki.