Örvitinn

Blóð og búlla

Fór og gaf blóð, það lukkaðist vel, klikkaði ekki eins og síðast.

Kíkti svo á Hamborgarabúlluna með Gyðu. Þrælfínt, maturinn kom á tveimur mínútum, fínn hamborgari á sanngjörnu verði. Skammturinn alveg hæfilegur (les: ég hefði getað étið meira, en hefði ekki haft gott af því).

Las kennitölugreinina í Grapevine sem einhver benti á, þrælgóð grein - sammála öllu sem þar stendur. Sérstaklega þegar ákveðinn prófessor í HÍ er óbeint sakaður um vænisýki.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 16/10/05 20:18 #

Gætirðu nokkuð bent á þessa grein?

Matti - 16/10/05 22:03 #

Ég las greinina í pappírsútgáfunni, en hún er einnig hér á síðunni þeirra. N.b. ég reyni yfirleitt að vísa á allt sem ég ræði hér - hélt bara að greinin væri ekki komin á vefinn.

Mundi líka núna að það var Þórir strumpur sem minntist á greinina.

Erna - 17/10/05 10:32 #

Takk Matti, ég bara vissi ekki að það væri pappírsútgáfa af Grapevine. Maður er að verða alger útlendingur :S