Örvitinn

Danska hirðin

Eitthvað danskt dekurbarn sem aldrei hefur þurft að hafa fyrir nokkru í lífi sínu eignaðist dreng um helgina. Drengnum heilsast vel og er enn á fæðingardeildinni ásamt Mary móður sinni. Stoltur faðir ræddi við fréttamenn í fyrradag og sagði þeim að erfinginn væri "svona stór".

Ég horfði á þessa frétt í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpsstöðinni sem hefur menningarskyldum að gegna og velti fyrir mér eftir að fréttin hafði varað töluvert lengur en frétt af hörmungum í Pakistan; hverjum er ekki drullusama?

Þetta er sjúkt, í gvuðanna bænum hættið að fjalla um þetta konunglega hyski. Þetta pakk hefur ekkert gert til að verðskulda alla þess umfjöllun. Það er grátlegt að hugsa til þess að hér á landi sem annars staðar sé fólk upptekið af örlögum þessara aumingja. Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið virðast stundum hafa konungsfjölskyldur á heilanum. Hvað er málið? Af hverju eru konungsfjölskyldur í nokkrum helstu lýðræðisrýkjum heims? Bretland, Danmörk, Svíþjóð, Holland svo dæmi séu tekin. þetta meikar engan sens.

Það meikar heldur ekki nokkurn sens hve mikil umfjöllun er um persónuhagi þessa liðs í íslenskum fjölmiðlum. Ég hef sagt það áður og segi það aftur, ég vil ekki heyra eða sjá nokkuð frá þessu liði nema þegar það asnast til að glata myndböndum með kynlífi sínu - þá má blasta því á breiðtjald um víða veröld.

kvabb
Athugasemdir

Óli Gneisti - 17/10/05 14:20 #

Kynlíf Karl bretaprins eða Elísabetar á breiðtjaldi? Held ekki. Sænsku systurnar eru hins vegar á töluvert öðru plani.

Erna - 17/10/05 15:59 #

Hvorum megin fórstu framúr í dag Matti, nokkuð öfugum? Sumum finnst kannski bara gaman að fylgjast með kóngafólkinu, er eitthvað að því? Það er alltaf bara hægt að slökkva á sjónvarpinu!:Þ

Matti - 17/10/05 16:00 #

Ég átti yndislegan morgun og skrifaði þetta með bros á vör.

Erna - 17/10/05 16:15 #

Oh.. það skemmir smá. Ég hef nefnilega lúmskt gaman af þessum kvabbfærslum þínum en sé þig alltaf fyrir mér alveg mega-pirraðan og grömpí!

Matti - 17/10/05 20:17 #

Æi, stundum er pirringurinn horfinn en þörfin fyrir að skrifa eitthvað enn til staðar!

Tók þennan pirring út þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir á laugardagskvöldið :-)