Örvitinn

Þegar sjónvarpið virkar ekki verður maður fúll

Ég er sestur í stofuna til að horfa á þáttinn minn, Gyða er niðri að horfa á þáttinn sinn. Ég get varla verið í herberginu þegar hún horfir á Judging Amy.

En viti menn, Myndlykill nær ekki sambandi við þjónustu. Búinn að restarta router, netið virkar (annars væri ég ekki að blogga þetta) en adsl sjónvarpið er niðri.

Sjónvarp er þjónusta sem við ætlumst til að hafi 100% uppitíma, fari í mesta falli niður þegar rafmagn fer af stórum svæðum eða stórviðri skemmir senda.

Glætan að ég nenni að hringja í þjónustuver núna, held ég fari frekar að sofa. Kannski verður þetta komið í lag á morgun eða þegar ég kem heim eftir helgi.

kvabb
Athugasemdir

AndriÞ - 19/10/05 00:40 #

Af einhverjum ástæðum þá minnti þessi færsla mig á þennan texta eftir Radiohead:

Suck, suck your teenage thumb Toilet trained and dumb When the power runs out We'll just hum

Ekkert persónulegt gegn þér samt :)

Matti - 19/10/05 13:35 #

Jahá, maður er bara dissaður :-P

AndriÞ - 19/10/05 15:08 #

Jæja, þetta minnti mig allavega á seinni hlutann í textanum: "When the power runs out, we'll just hum"

Finnst þessi texti bara einhvernveginn svo frábær kritík á nútímasamfélag.

Matti - 19/10/05 15:48 #

Jamm, stundum er það versta sem getur gerst fyrir mann að missa sjónvarp og netsamband :-)