Örvitinn

Kraká

Við hjónin förum með vinnunni til Kraká í Póllandi á morgun. Komum heim á sunnudagskvöld.

Stutt ferð og ýmislegt planað. Göngutúr um Kraká með leiðsögumanni á föstudag, árshátíðarkvöldverður á föstudagskvöld, Auschwitz á laugardag. Auschwitz ferðin verður engin "skemmtiferð" en mér finnst ég ekki geta sleppt því að fara þangað fyrst maður er kominn á svæðið.

Annars stefni ég á að njóta borgarinnar og ætla ekki að versla. Frekar að maður smakki lókal bjórinn og borði eitthvað áhugavert - hvað er annars hægt að borða pólskt annað en pólskar pylsur? Ég ætla hvorki í verslunarmiðstöð né á alþjóðlegan veitingastað í þessari ferð - nóg getur maður gert af því hér heima.

Meira: Kraká - ferðasaga í mýflugumynd

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 19/10/05 15:32 #

hlýtur að fá þér Prins pólo ? :)

Matti - 19/10/05 15:47 #

Fjandakornið, ég mun að minnsta kosti hafa augun hjá mér og kaupa eitt stykki fyrst maður er þarna úti :-)

mamma - 19/10/05 16:02 #

kl hvað farið þið? pabbi þinn er að fara til London á morgun svo það er ekki hægt að segja annað en þessi fjölsk. sé á faraldsfæti.Góða ferð og góða skemmtun og auðvitað ferðu með Gyðu í búðaráp.mamma

Matti - 19/10/05 16:06 #

Við förum í loftið 13.30. Ég held að Gyða sé álíka spennt fyrir búðarápi og ég - en kannski kemur annað hljóð í hana ef hún rekst á einhverjar flottar búðir :-)

(hver veit hvað ég geri ef ég rekst á flotta ljósmyndavöruverslun)

Sirrý - 19/10/05 16:37 #

Ég veit hvað þú gerir ef þú rekst á flotta ljósmyndavöruverslun kaupir flash fyrir mig ;C)

Erna - 19/10/05 17:07 #

Til að auðvelda þér Prins Póló-leitina, þá langar mig að benda þér á að það ku víst almennt vera kallað Olza súkkulaði af pólverjum. Vegna þess að fabrikkan sem framleiðir það heitir Olza...

Ásgeir H - 19/10/05 23:06 #

Prins Póló og Wyborova vodka er málið ... mæli svo með að stinga guide-inn í Auschwitz af við fyrsta tækifæri ...