Örvitinn

Linsa í viðgerð

Fór með 18-70dx linsuna í viðgerð í morgun. Lenti í því úti að hún fókusaði ekki á neitt sem var lengra en um meter í burtu ef hún var stillt undir 35mm, ég gat einungis fókusað á hluti lengra í burtu með því að zooma fyrst. Sá einnig í gærkvöldi að myndir sem ég tók á 18mm vignettuðu töluvert vinstra megin en ekkert hægra megin. Ég lenti í sömu fókusvandræðum á Ítalíu í fyrra, en svo hefur þetta verið að virka ágætlega þar til nú.

Myndavélin og linsan eru enn í ábyrgð, ég fann kvittunina í gærkvöldi, þannig að ég þarf vonandi ekkert að borga. Þegar ég fór með linsuna í Fótoval áðan sá gaurinn þar strax að linsan var skökk. Vonandi geta þeir gert við hana hér og þurfa ekki að senda hana út.

Þar til ég fæ linsuna aftur hef ég því einungis 50mm og 70-300 linsurnar. Get svosem tekið myndir með þeim (allar myndir sem ég hef sent á ljósmyndakeppni hef ég tekið með þeim linsum) en það er samt afar takmarkandi að hafa ekkert gleiðara.

Þegar ég kíkti í Fótoval í gær (var ekki með kvittun/ábyrgðarskírteini þá) prófaði ég notaðað linsu, Sigma 70-200 2.8, tók meðal annars þessa mynd. Afar skemmtileg linsa sem ég væri alveg til í að kaupa, þetta eintak kostar ekki nema 65k sem er náttúrulega ekki peningur :-P

græjur
Athugasemdir

Matti - 27/10/05 16:38 #

Sótti linsuna rétt í þessu, hún fókusar eins og engill (sem hljóta að fókusa afar vel).

Borgaði ekki krónu, allt í ábyrgð. Já, stundum borgar sig að versla heima í héraði í stað þess að panta allt frá útlöndum!