Örvitinn

Köfnunarklefinn

Þetta er loftinntakið á köfnunarklefanum í Auschwitz. Fangar voru settir í klefann og látnir kafna á nokkrum klukkutímum, allt var gert til að koma í veg fyrir skjótan og sársaukalausan dauðdaga.

Í næsta klefa við hlið hans voru fangar látnir deyja úr hungri og þorsta. Það tók í mesta lagi tvær vikur. Ef einhver flúði var tíu úr hans hópi varpað í þann klefa og myrtir á þann hátt.

Rétt fyrir innan voru klefar þar sem fjórir fangar þurftu að standa alla nóttina í rými á stærð við símaklefa. Á daginn voru þeir látnir vinna og þurftu að eyða nóttinni standandi.

Ýmislegt