Örvitinn

Risotto með lambakjöti og sveppum

Vorum með læri í fyrrakvöld og áttum dálitla afganga. Ég skar kjötið af lærinu og eldaði risotto í kvöld. Þetta kom ansi vel út og stelpurnar borðuðu vel sem er ákveðinn mælikvarði á þessu heimili.

Eldaði risotto eins og vanalega, nema að í þetta skipti brúnaði ég kjötið fyrst á pönnunni, setti það svo til hliðar og steikti laukinn og hvítlaukinn á sömu pönnu. Á meðan ég eldaði grjónin smátt ausu fyrir ausu steikti ég sveppina á annarri pönnu, setti svo kjötið saman við, dassaði balsamik edik yfir, skellti rúsínum út í og setti að lokum má soð út í og lét þetta malla. Þegar risotto grjónin voru tilbúin skellti ég kjötinu og sveppunum í matvinnsluvél og tætti örlítið, maukaði það alls ekki. Blandaði svo öllu saman, setti smá smjör út í og bar fram með parmesan osti og svörtum pipar.

Eins og ég sagði, þá kom þetta vel út. Rúsínurnar gefa þessu skemmtilegan keim.

matur