Örvitinn

Græja dagsins, Nikon D200

Stal þessari mynd af Nikon síðunniGræja dagsins er tvímælalaust Nikon D200 sem Nikon kynnti í dag.

Hvað get ég sagt annað en að græjulostinn er að ná nýjum hæðum. Vélin er á góðu verði $1700 í Bandaríkjunum, spurning hvað hún mun kosta hér á landi. Ætli maður geti ekki gert ráð fyrir að hún verði að minnsta kosti tvöfalt dýrari :-|

Þessi vél er á milli D70S og D2x í vörulínu Nikon, svona semi pro vél.

Nú er þarf ég að byrja að safna, þeir sem vilja styrkja myndavélakaupasjóðinn minn geta lagt inn á reikning 010101 í Landsbankanum í Álfabakka :-)

Auðvitað væri miklu praktískara fyrir mig að fjárfesta frekar í linsum, ef ég væri að spandera peningum á annað borð. Drauma setupið er: Nikon D200, Nikon 12-24dx, Nikon 17-55dx og Nikon 70-200.

græjur
Athugasemdir

Sævar Helgi - 05/04/06 00:25 #

Ég er einmitt búinn að panta þessa vél auk Nikon AF-S Nikkor 18-200 mm f/3,5-5,6G DX ED VR linsu hjá Ormsson! Ég hlakka hrikalega til að fá græjurnar í hendurnar!

Matti - 05/04/06 09:23 #

Fjandakornið Sævar, þetta er illa gert :-)

Er ekki annars einhver bið eftir vélinni?

Sævar Helgi - 05/04/06 13:24 #

Jú, ég fæ mína ekki afhenta fyrr en í sumar. Hvenær nákvæmlega veit ég ekki. Það voru fimmtán manns á biðlistanum síðast þegar ég vissi og Nikon hefur ekki undan að framleiða vélarnar.