Örvitinn

Civilization IV kominn í hús

Kom við í BT eftir vinnu og keypti Civ 4. Það voru þrjú eintök eftir í Skeifunni. Engar upplýsingar voru á heimasíðu BT og ekki var séns að ná þangað símleiðis í dag þannig að ákvað að kíkja inn fyrst Eggert sagði að hann kæmi í dag.

Er búinn að prófa hann örlítið, lítur rosalega vel út. Skrifa einhverja krítík eftir helgi.

Það fyrsta sem ég tók eftir, þegar leikurinn var að ræsast, er að hann er að stórum hluta skrifaður í Python.

tölvuleikir
Athugasemdir

Bjarni - 16/11/05 09:38 #

Er dómurinn á leiðinni =) einn sem langar smávegis í leikinn :Þ

Matti - 16/11/05 09:42 #

Já, ég skal fara að skrifa eitthvað um hann :-)

Vann leik sem ég hóf fyrir viku í gærkvöldi, notaði skemmtilegu aðferðina og rústaði nágrannaríkjum með stríðsbrölti. Alltaf gaman að ráðast að bogamönnum með skriðdrekum og þyrlum :-)

Ef þú hefur haft gaman að fyrri Civ leikjum skaltu ekkert spá of mikið í þessu, drífðu bara í að kaupa þennan. Hann er helvíti góður. Þarft að hafa þokkalega góða tölvu og mátt gera ráð fyrir smá hljóðtruflunum af og til, en það truflar mig lítið.