Örvitinn

Kvöldmaturinn

Gafst upp á pottréttum, það hefði tekið of langan tíma að elda þá. Í staðin gerði ég Lambarisottó. Byggði það á uppskrift af Gestgjafavefnum sem ég aðlagaði að því hráefni sem ég átti. Kom helvíti vel út.

Jóna Dóra var þreytt eftir skrallið í gær og lagði sig í örlítið í sófanum. Hvað getur stóri bróðir gert annað en að taka mynd í þeirri stöðu :-)

Lærði nýtt trix á myndavélina um daginn, hægt er að nota AE-L/AF-L takkann til að forstilla flassið og með því koma í veg fyrir að það tvíblikki þegar maður tekur myndina. Með þessari aðferð tóks mér að taka mynd af pabba með opin augun, það gerist ekki á hverjum degi :-)

dagbók