Örvitinn

Ítölsk matreiðslubók á tilboði

Meðan Kolla var í ballet röltum ég og Inga María í Mjódd. Byrjuðum í bókabúðinni þar sem við sáum borð með tilboðsbókum, mestmegnis matreiðslubókum. Fann eina sem mér lýst helvíti vel á og keypti; The Encyclopaedia of Italian Cooking. Sá að það var fullt af risotto uppskriftum auk þess sem töluvert er fjallað um brauðgerð.

Kostaði 1.897- á tilboði í stað 3.795- áður.

Í kvöld ætlum við reyndar að fara ódýra (tja fyrirhafnalitla) leið í matargerð og fá okkur tilbúið ravioli með pestó og parmesan.

matur