Örvitinn

Hulda Guðmundsdóttir (verðandi) djákni

Hulda Guðmundsdóttir (verðandi) djákni skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Hún hefði betur sleppt því! Í greininni segir hún meðal annars:

Kennarar og skólayfirvöld reyna að koma til móts við þá foreldra sem óska eftir því að börn þeirra fái enga kristindómsfræðslu, t.d. á forsendum trúleysis, en hafa þeir foreldrar hugsað um hvort þeir séu ekki með slíkri ósk að skapa umburðarleysi og ýta undir fordóma, í stað þess að stuðla að samlögun? Er "samlögun" e.t.v. svo misskilið hugtak í samfélaginu að það kalli á sérstaka umræðu?

Ha? Er þetta innlegg í umræðuna, foreldrar sem eru á móti kristnifræðikennslu eru vandamálið, ekki þeir sem vilja troða trúaráróðri í skólana. Af hverju þarf þetta lið að beita blekkingum þegar það skrifar um þessi mál, lætur eins og enginn trúaráróður sé í skólum heldur sé eittvað skrítið fólk á móti því að krakkar séu fræddir um trúarbrögð.

24.11 16:00

Hulda er tekin í bakaríið í umræðum við þessa Vantrúargrein. Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutning hennar.

kristni
Athugasemdir

Ósk - 15/11/05 16:34 #

Ég hef ekkert á móti því að börn séu frædd um trúarbrögð í skólum. Því sem ég er ósammála djáknanum í er að kristni sé gert hærra undir höfði en hinum trúarbrögðunum. Ég er sem sagt fylgjandi trúarbragðafræði en ekki kristinfræði. Það þarf líka að fara "rétt" að þessu. Þ.e. "samkvæmt kristinni trú skapaði guð [insert object]", en ekki "Guð skapaði [insert object]".

Ég lærði um öll "helstu" trúarbrögðin í grunnskóla og fannst það gaman og gagnlegt. Þetta er náttúrulega stór hluti af heiminum sem við búum í, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Sævar Helgi - 15/11/05 18:33 #

Ég held bara að enginn sé á móti því að krakkar læri um trúarbrögð. Þessum guðfræðingum hefur verið sagt það svo hrikalega oft að maður er næstum því farinn að halda að þeir séu eitthvað heimskir, að minnsta kosti eitthvað verulega sljóir. Það virðist þurfa að tyggja það ofan í þá að enginn er á móti trúarbragðafræðslu.

Matti - 16/11/05 10:00 #

Ég er alls ekki á móti fræðslu um trúarbrögð, myndi jafnvel vilja auka hana og koma hryllingnum að líka :-)

Annars fjallaði ég um þetta á Vantrú fyrr á þessu ári í grein sem heitir innræting þagnarinnar og sagði þá í lokaorðum:

Hugsanlega er krafan um að trúboði í skólum sé hætt og tekin upp hlutlaus kennsla um trú og trúarbrögð í staðin of hógvær. Kannski væri eðlilegra og árangursríkara að krefjast þess að tekin sé upp gagnrýnin umfjöllun þar sem miskunnarlaust væri flett ofan af trúarbrögðum, sýnt með rökum að fullyrðingar þeirra standast ekki og að þau skreyta sig með stolnum fjöðrum upplýsingarinnar. Þau hafi oft slæmar afleiðingar og eru alls ekki forsenda góðrar breytni.

Kannski biskup myndi þá taka undir kröfur um hlutlausa kennslu í þessum efnum.

Ég held að þessi punktur sé ágætt mótsvar við rugli eins og grein Huldu.