McDonalds á afmælisdaginn
Inga María fékk að ráða kvöldverðinum og því vildi það til að við fórum á McDonalds í Smáranum. Ég fékk mér þennan "mexíkóska" kjúklingaborgara sem er verið að auglýsa þessa dagana, hann var þokkalegur.
Þjónustan í McDonalds í Smáranum er fín, starfsmaður gekk um og bauð upp á kaffi og skömmu síðar dreifði hann ís og jógúrtdesert til gesta.
Ég get ekki sagt að ég sé rosalega hrifinn af McDonalds en Inga María skemmti sér vel og það er fyrir öllu.
Ég tók myndir.