Örvitinn

Áttunda sæti fyrir draugamyndina

Jæja, þetta var betra en ég átti von á og mun skárra en það leit út eftir fyrstu einkunnir. Endaði í áttunda sæti af 25 með 5.411 í meðaleinkunn í draugakeppninni. Ég gaf sigurmyndinni hæstu einkunn. Finnst þessi enda furðu neðarlega, fannst þetta skemmtileg mynd.

Ég klúðraði myndinni í eftirvinnslu. Held hún hefði komið betur út svarthvít og ég hefði átt að eyða tíma í að laga brennda partinn á borðinu. Hér fyrir neðan er önnur útfærsla, skugginn á henni er kannski betri? Æi, eflaust er þetta bara drasl :-)

Annars var töluverð pæling á bak við myndatökuna en það virðist ekki hafa skilað sér :-) Fékk Gyðu semsagt til að sitja við borðið, hélt svo blaði fyrir framan eftir hluta linsunnar, þannig að ég tók bara mynd af borðinu og skugganum. Setti svo blaðið fyrir alla linsuna meðan Gyða færði sig og hélt því fyrir neðri hlutann meðan ég náði glugganum á mynd.

Tók þátt í næstu tveim keppnum með ósköp ómerkilegum myndum, er að uppskera eftir því sýnist mér. Var með frábæra hugmynd fyrir aðra keppnina og held ég hefði rústað keppninni með þeirri mynd :-P

myndir
Athugasemdir

mummi - 21/11/05 13:36 #

Mér finnst báðar myndirnar býsna góðar, en ég er ekki frá því að mér finnist sú svarthvíta betri.

Matti - 21/11/05 16:14 #

Það er náttúrulega klaufalegt að það sé stór útbrunninn blettur á borðinu. Ég vandaði mig ekki nógu vel þar. En þessi svarthvíta er betri finnst mér líka. Bollarnir eru betur lýstir og glugginn bjartari, sem sýnir betur út á hvað myndin gengur.