Örvitinn

"Ég trúi því að það sé enginn Gvuð"

Penn Jilette fjallar um trú sína

Margir góðir punktar, mæli með að þið hlustið á hann um leið og þið lesið.

I believe that there is no God. I'm beyond Atheism. Atheism is not believing in God. Not believing in God is easy -- you can't prove a negative, so there's no work to do. You can't prove that there isn't an elephant inside the trunk of my car. You sure? How about now? Maybe he was just hiding before. Check again. Did I mention that my personal heartfelt definition of the word "elephant" includes mystery, order, goodness, love and a spare tire?

So, anyone with a love for truth outside of herself has to start with no belief in God and then look for evidence of God. She needs to search for some objective evidence of a supernatural power. All the people I write e-mails to often are still stuck at this searching stage. The Atheism part is easy.

Mætti benda mörgum trúmönnum á að það er til stig sem er ofar trúleysi. Ég held reyndar að ég sé á því stigi, ég trúi því líkt og Penn Jilette, að það sé enginn gvuð til, en það gildir ekki endilega um alla þá sem ekki trúa á gvuð(i).

Believing there's no God stops me from being solipsistic. I can read ideas from all different people from all different cultures. Without God, we can agree on reality, and I can keep learning where I'm wrong. We can all keep adjusting, so we can really communicate. I don't travel in circles where people say, "I have faith, I believe this in my heart and nothing you can say or do can shake my faith." That's just a long-winded religious way to say, "shut up," or another two words that the FCC likes less.

Áhugamönnum um trúarrökræður (haha, eins og þeir séu margir) bendi ég á umræður á Vantrú þessa dagana, Hulda Guðmundsdóttir fer á kostum (1, 2).

efahyggja
Athugasemdir

Kristján Atli - 21/11/05 21:35 #

Skemmtilegur pistill hjá Jillette, og ég tek undir með því sem hann segir. Ég hugsa að ég persónulega falli nokkurn veginn undir það sem hann segir hér:

"All the people I write e-mails to often are still stuck at this searching stage. The Atheism part is easy."

Ég er ennþá að "leita," en það er ekki þar með sagt að ég trúi að það sé eitthvað þarna úti sem sé stærra en við sjálf. Ég er bara að segja að ég útiloka ekki möguleikann. Ég trúi einfaldlega ekki á þann Guð sem trúarbrögð reyna að ota að okkur - eins og Jillette segir þá er Atheism auðveldi hlutinn.

Þannig að maður veit (í stað þess að trúa) að Guð er ekki til. Ókei, hvað næst? Er samt eitthvað þarna úti, eitthvað jafnvægi sem tengir okkur, eða erum við bara slembilukka í óútreiknanlegri tilveru? Það veit ég ekki, hvorki af né á, og er því ennþá opinn fyrir öllum möguleikum.

Hins vegar hef ég enn ekkert séð eða upplifað sem bendir til þess að það sé eitthvað sem tengir okkur saman, einhver hönnun í heiminum (skortir betra orð, er ekki að vísa í Intelligent Design). Stundum þegar ég hlusta á tónlist, stunda kynlíf, upplifi adrenalín af einhverjum toga eða einhvers konar líkamlega umbreytingu af því tagi, líður mér eins og ég sé mögulega að gægjast inn í einhvern stærri heim, eitthvað stærra, en ég er ekki viss. Með trúleysi kemur það að trúa engu, heldur sækjast eftir svörum, og á meðan ég veit ekki vissu mína útiloka ég ekkert.

Annars, allt of langt svar hjá mér ... en mér fannst pistillinn hjá Jillette fínn. Hann orðar margt mjög vel sem ég á oft erfitt með að útskýra sjálfur í mínu lífi, gagnvart fólki sem vill skilja hvaðan mínar skoðanir koma.