Örvitinn

Sigma 10-20 F4-5.6 EX DC HSM

sigma1020.jpgPantaði afmælis og jólagjöfina mína rétt áðan. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að fjárfesta í Sigma 10-20 F4-5.6 EX DC HSM linsu. Pantaði hana hjá BHPhoto sem ég hef verslað við áður.

Var að spá í að kaupa mér betri zoom linsu (með stærra ljósopi og hraðari fókus) en ákvað að fjárfesta frekar í gleiðlinsu Skoðaði samanburð á Sigma linsunni og Tokina 12-24 og komst að þeirri niðurstöðu að Sigma linsan hentar mér betur. Nikon 12-24 er of dýr.

Pakkinn ætti að koma til landsins eftir 5-7 daga sem þýðir að eftir hefðbundið vesen hjá póstinum get ég eflaust sótt hann eftir þrjár vikur :-) Með flutningskostnaði og gjöldum kostar linsan 44000,00 kr

Markmiðið er svo að ná skemmtilegum norðurljósamyndum með þessari linsu í vetur.

græjur
Athugasemdir

Sirrý - 23/11/05 12:08 #

Mikið átt þú gott með að fá alltaf svona dýrar afmælisgjafir :C)

Matti - 23/11/05 12:10 #

Afmælis og jólagjöf ;-)