Örvitinn

Umræða um kirkjulegar vígslur sambands samkynhneigðra

Halldór Elías djákni: Um aumingjagæsku og hroka

Viðhorf Halldórs ýtir undir þann skilning að kirkjan sé í einhverjum skilning helgisiðastofnun ríkisins, hvorki meira né minna. Hana þurfi að vernda því hún sé aum. Þetta viðhorf að kirkjan geti ekki tekist á við eigin innri mál, lýsa líka miklum hroka

Særún María: Það er svo margt sem maður skilur ekki

Særún kemur með áhugaverða spurningu í athugasemd, kirkjufólk mætti gjarnan svara henni:

Nú hafa einstaka prestar lýst því yfir að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að gefa saman samkynhneigð pör á meðan aðrir eru á móti því. Ég sæki ekki kirkju og þekki því ekki infrastrúktúrinn en það væri fróðlegt að vita hvort þetta væri undir hverjum og einum presti komið eða hvor þeir þyrftu allir að fylgja sömu línunni.

Ég setti athugasemd hjá báðum sem er efnislega sú sama, ég tel afar líklegt að þjóðkirkjan sjálf standi fyrir því að þetta atriði er ekki inni í lagafrumvarpinu. Ég tel að það henti ekki hagsmunum kirkjunnar að fá þessa heimild, því meðan hún er ekki til staðar getur kirkjan falið sig á bak við að heimildina vanti.

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 23/11/05 18:57 #

Ég svara Særúnu á síðunni hennar. En stuttlega: Lútherskir prestar eru bundnir játningum kirkjunnar og samvisku sinni og engu öðru. Það þýðir að hluti presta þjóðkirkjunnar gæti gefið saman samkynhneigða annar hópur ekki, svo fremi sem þeir hafi vit á að breyta lögunum á Alþingi.