Örvitinn

Helvítis helvíti

Ég nota orðið "helvíti" alltof mikið. Kolla skammar mig reglulega fyrir munnsöfnuð, segir að ég megi ekki einu sinni blóta þó ég hafi meitt mig. Ég áttaði mig á því í gær að þetta er rétt hjá henni, ég blóta of mikið. "Helvíti" kemur a.m.k. hundrað sinnum fyrir á þessari síðu og "helvítis" hef ég notað í meira en fjörtíu skipti. "Helvíti fínt" kemur t.d. fimmtán sinnum fyrir, "helvíti vel" fimm sinnum og svona mætti lengi telja. Það kemur fyrir að ég er að tala um hið kristilega helvíti en það er undantekning.

Nú hef ég svosem ekkert á móti munnsöfnuði, en þetta er ekki vitnisburður um mikið hugmyndaflug. Því hef ég ákveðið að reyna að spara "helvítið". "Afskaplega fínt" er tildæmis helvíti gott :-)

Ýmislegt