Örvitinn

Ryð (litapælingar)

Tók mynd af ryðguðu járndrasli í fjörunni á Arnarnesi í gær. Skellti henni á vefinn og notaði sem myndskreytingu við síðustu færslu. Eftir að sú færsla fór í loftið ákvað ég að prófa að fikta aðeins í myndinni með lab aðferðinni og fannst koma vel út þannig að ég uppfærði myndina.

Hér fyrir neðan eru þrjár útgáfu af hluta af myndinni. Fyrsta útgáfan er beint úr vél eða því sem næst. Þetta var tekið í RAW, lyft upp um 0.45, croppað, minnkað og skerpt með unsharp mask. Í næstu úgáfu bætti ég við Auto curves og í þriðju breytti ég myndinni í Lab mode og fiktaði í kúrfum.

ryð

ryð

ryð

Myndin er tekin með Sigma zoom linsunni í 240mm á 1/25 úr sekúndu. Trikkið við að ná skörpum myndum þannig er að nota burst og taka þrjár fjórar myndir í einum rikk. Þá eru góðar líkur á að ein verði skörp, þetta er hristivörn fátæka mannsins :-) Það var dimmt úti í gærdag þannig að myndin er tekin á iso 800.

myndir