Örvitinn

Tvær keppnir, frekar slakur árangur

Það voru tvær keppnir í gangi í síðustu viku, annars vegar beint niður og hins vegar mynd mótsins. Ég var í áttunda sæti í fyrri keppninni en þrítugasta og sjötta í hinni.

Átti svosem ekki von á neinu í þetta skipti en þrítugasta og sjötta sæti af fimmtíu og þremur er verri útkoma en ég bjóst við. Finnst dálítið merkilegt að sumir voru viðkvæmir fyrir greftrunarmyndinni. Fékk fjóra ása við þá mynd og svona athugasemdir:

"ósmekkleg mynd soory"
"Hvað í ósköpunum varstu að gera með myndavél í jarðaför ? "

Svarið er frekar einfalt. Þessi atburður skifti mig máli, ég fór dagsferð til Siglufjarðar til að vera viðstaddur greftrun ömmu og fannst við hæfi að festa atvikið á mynd. Ég get skilið að fólk sé ekki vant þessu og finnist þetta skrítið, jafnvel óviðeigandi en að segja að þetta sé "ósmekklegt" finnst mér smásálarháttur. Ég er viss um að ég á eftir að skoða þessar myndir í framtíðinni.

Ég var sammála niðurstöðum beggja keppna að því leyti að ég gaf báðum sigurmyndum hæstu einkunn. Aftur á móti gaf ég myndunum sem enduðu í þriðja sæti afar lága einkunn. Fannst ekkert í þær varið.

Ég nennti ekki að taka þátt í keppni vikunnar.

myndir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 28/11/05 23:23 #

Ég var einmitt að spá í þessu í fyrra þegar að félagi minn fór í jarðarför afa síns (einmitt á Siglufirði) og hann tók myndir.

Ég held að þetta sé svona út-á-landi mál, að taka myndir í jarðarför.

Matti - 29/11/05 08:25 #

Þetta er eflaust rétt hjá þér. Þegar maður ferðast út á land til að fara í jarðaför er það óneitanlega annað en þegar maður fer í slíka athöfn í bænum. Maður hittir ættingja utan af landi, fer á æskuslóðir og fleira í þá áttina.

Í þetta skiptið var einungis greftrun fyrir norðan, jarðaförin fór fram í bænum vikuna á undan. Ég held það hafi líka áhrif.

Annars voru nokkrar myndavélar í gangi í erfidrykkjunni hér í bænum, en það tengist því náttúrulega að þar kom saman stór hópur ættingja sem sjaldan hittist. Ég var ekki með mína myndavél þar.

Halldór E. - 29/11/05 10:11 #

Mótívið í jarðarfararmyndinni er mjög flott. Þetta er vel tekið móment. Hins vegar finnst mér contrastinn í myndinni of lítill, það vantar bæði hvítt og svart, þrátt fyrir veðrið hefði mátt gera meira með hana.

Matti - 29/11/05 10:14 #

Ég er sammála, þessi umbreyting í svarthvítt er ekki góð hjá mér.

Myndin kemur eiginlega betur út í lit. (reyndar ekki alvega sama mynd)