Örvitinn

Beðið eftir linsu

Linsan er ekki komin. Alveg er ég viss um að hún er löngu komin til landsins en föst í klóm bjúrókrata. Ég bíð spenntur eftir að dyrabjallan hringi - ætli næstu þrír verði ekki að selja jólakort.

Ég svaf fjóra tíma síðustu nótt. Fór í rúmið klukkan eitt en sofnaði ekki fyrr en klukkan var að verða hálf þrjú - fór á fætur hálf sjö og skellti mér í ræktina. Ég er dálítið þreyttur.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 01/12/05 09:26 #

Pakkinn er ekki enn kominn til landsins, ég hringi daglega (eða oftar) í póstinn til að forvitnast. Búinn að senda póstinum úti línu og bhphoto. Er ég að stressa mig of mikið? Æi, ég veit það ekki. Ég borgaði aukalega fyrir hraðvirkari sendingarmöguleika og finnst því verulega fúlt að vera ekki búinn að fá pakkann.