Örvitinn

Hélt ég hefði sofið yfir mig

Gyða ýtti við mér í morgun. "Ég lokaði augunum í fimm mínútur" sagði hún og ég hrökk við, hélt ég hefði sofið yfir mig og Jóna Dóra stæði úti að bíða eftir mér. Ég stóla á Gyðu sem vekjaraklukku á þessum tíma, verð aldrei var við klukkuna sjálfur. Ég rauk á fætur, hringdi í Jónu Dóru og sagðist hafa sofið yfir mig, væri á leiðinni.

Fattaði þegar ég lagði á að klukkuna vantaði tuttugu mínútur í sjö, ég hafði sofið fimm mínútum lengur en ég ætlaði mér, Gyða meinti þetta bókastaflega. Jóna Dóra fattaði ekki alveg þennan æsing í mér.

Var ósköp slakur í ræktinni, skokkaði og rölti á hlaupabrettinu. Held ég hafi ekki jafnað mig almennilega á því að fara öfugu megin framúr.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 01/12/05 09:20 #

auðvitað meinti ég það sem ég sagði en ekki hvað!! Reyndar var klukkan 8 mín yfir og þú ferð alltaf strax á fætur hálf og beint út þannig að mér fannst það að jóna dóra stæði úti í 8 mín í kuldanum alveg nóg sko!

Matti - 01/12/05 09:23 #

Þegar maður segir; "ég lokaði augunum í fimm mínútur", meinar maður náttúrulega; "ég svaf yfir mig í hálftíma", hvað annað? :-P