Örvitinn

Kúlupælingar (myndir)

Var að leika mér með kúlutrix sem ég sá á spjallþráðunum á dpreview (aðferðin er í þessu kommenti en ég lista hana líka hér fyrir neðan).

Gerði tilraunir með nokkrar myndir.


Aðferðin

  1. Opnið myndina í Photoshop
  2. Klippið út ferningslagað svæði með crop tólinu (haldið niðri shift takkanum um leið og þið kroppið)
  3. Filter->Distort->Polar Cordinates - hakið við "Polar to Rectangular"
  4. Image->Rotate Canvas->180°
  5. Filter->Distort->Polar Cordinates - hakið við "Rectangular to Polar"

Þetta er allt.

Ég er einna hrifnastur af þessari síðustu en finnst tómatamyndin líka dálítið skemmtileg.

myndir