Örvitinn

Tveggja tíma snús

Ég slökkti á vekjaraklukkunni klukkan átta í morgun og lokaði augunum í smá stund. Tveim tímum síðar rumskaði ég, Inga María kúrði hjá að mér, mig dauðlangaði að sofa lengur en fjandakornið - þetta gengur ekki.

Fór á fætur og vakti Kollu blíðlega. Hún var steinsofandi. Við fengum okkur morgunmat og vorum mætt á leikskólann klukkan hálf ellefu. Fóstrurnar gáfu mér illt auga.

dagbók
Athugasemdir

Gunnar - 05/12/05 18:46 #

Ég fatta ekki afhverju starfsfólki leikskóla kemur það við hvenær maður mætir og sækir barnið sitt, á meðan það er innan umsamins tíma. Hef lent í þessu líka og læt mér það í léttu rúmi en fullkomnu skilningsleysi liggja.

Matti - 06/12/05 10:04 #

Ég verð að passa mig að oftúlka ekki viðmót starfsmanna leikskólans, kannski var þetta bara samviskan í mér en ekki viðmót þeirra :-)

En samt hefur mér fundist þetta áður, starf á leikskóla er skipulagðara nú en áður, þetta er meiri skóli. Iðulega er starfið byrjað klukkan níu og börnin því að missa af einhverju ef maður mætir seint.

En það breytir því ekki að maður má njóta morgunstundanna