Örvitinn

b2 vísun

b2 vísaði á síðustu færslu í kvöld. Það er engin smá traffík sem kemur frá þeirri síðu. Sýnist þetta vera að skríða í þúsund heimsóknir á einum og hálfum tíma.

Nokkur komment komin, einhverjir að halda því fram að myndin sé fölsuð (hún er það ekki) og svo var eitthvað skítkast í garð Eiðs Smára sem ég eyddi.

08.12 07:35

Samkvæmt loggum voru þetta 2500 heimsóknir frá 22:30 í gærkvöldi til 07:30 í dag. Svona lítur server grafið út. Gula grafið er heimsóknir (visits) og appelsínugula grafið er aðilar (sites). Ástæða þess að aðilar fer upp fyrir visist grunar mig að sé hotlinking (fólk setur myndir af þessum server á sína síðu), þ.e.a.s. b2 heimsóknir setja hlutfallið þarna í 100% og svo færir hotlinking það yfir 100%.

b2_traffik01.gifb2_traffik02.gif

08.12 14:36

Heimsóknir í gegnum b2 eru orðnar fleiri en 4000. Mér finnst það helvíti ansi mikið. Ég man að þetta var ekki nærri því svona mikið síðast þegar batman og tilveran vísuðu á mig.

1 2863 4.46% http://www.b2.is/
2 1200 1.87% http://b2.is/

09.12 10:00

Sýnist þetta toppa í kringum 6000 heimsóknir, þetta er farið að róast töluvert. Setti inn mynd sem sýnir stöðuna núna.

1 4200 5.26% http://www.b2.is/
2 1780 2.23% http://b2.is/

Segi ég þá samantekt minni á b2 áhrifunum lokið í bili :-)

vefmál