Örvitinn

Kalkúnamatreiðsla á morgun

Á morgun munum ég og Jón Magnús elda kalkúna fyrir jólahlaðborð vinnunnar. Þetta verður svosem ekki flókið, gerum kjötfyllingu af Getstgjafavefnum (Jólakalkúni II), það var ekki mikil stemming fyrir því að prófa risotto fyllinguna úr jólablaði Gestgjafans, ég prófa hana síðar, og svo bara "staðlaðan" níu kílóa kalkúna. Stefnum á að troða smjöri og kryddjurtum undir haminn og eflaust munum við skella smjörvættum viskastykkjum yfir dýrið. Ætlum að gera villisveppasósu úr sama blaði. Mig langar reyndar að nota kalkúnasoðið líka þannig að væntanlega verður sveppauppskriftin ekki notuð heldur meira "stuðst við hana".

Ég ætla líka að gera kryddaðar sætar kartöflur, úr jólablaði Gestgjafans og steikt rauðkál með hvítlauk og engifer, sem ekki kemur úr því blaði heldur er eitthvað sem Ásmundur og Harpa kynntu til sögunnar í minni fjölskyldu eftir að þau komu úr námi frá Boston. Mæli með því. Skerið niður rauðkál, skellið smjöri og olíu á pönnu. Steikið hvítlauk og engifer en passið að hvítlaukur verði ekki brúnn, setjið kálilð út í og steikið ... þar til það er tilbúið :-)

En ég mæli með jólablaði Gestgjafans, hrikalega margt girnilegt þar að finna.

matur