Örvitinn

Uppboðið hans Einars

Þar sem ég var lítið við tölvu um helgina og bloggaði ekkert missti ég af fyrstu bylgunni útaf uppboðinu hans Einars til styrktar börnum í Mið-Ameríku. 90% lesenda minna lesa önnur blogg og vita því af þessu - en hér með bendi ég hinum 10% á þetta. Kíkið endilega á uppboðið, fullt af áhugaverðu dóti þar, m.a. slatti af DVD diskum.

Á leiðinni í vinnuna heyrði ég síðustu mínútuna af viðtali við Einar á NFS. Strax á eftir var ákaflega léleg umfjöllun um tölvuleiki en það er önnur saga.

Þetta framtak Einars er til fyrirmyndar og það verður gaman að sjá hverjir munu njóta góðs af því.

Ýmislegt