Örvitinn

Kolla í knattspyrnu

Kolla í ÍR búningnumKollaði spilaði sína fyrstu knattspyrnuleiki í gær á móti í Egilshöll. Hún er að æfa með áttunda flokki ÍR og þjálfarinn þeirra ákvað að skrá þær þrátt fyrir að flest önnur félög séu bara með sjöunda flokk. Við þurfum að kaupa handa henni ÍR stuttbuxur, þessar appelsínugulu passa ekki alveg við búninginni.

Stelpunum þótti þetta spennandi þó árangur hafi ekki verið merkilegur, enda skiptir hann engu máli á þessu stigi. Það var gaman að fylgjast með og ég reyndi að taka myndir. Við vorum þarna á milli hálf eitt og hálf tvö. Stelpurnar spiluðu tvo leiki, klukkan eitt og tvö. Inga María dundaði sér við að fara í handahlaup á meðan!

Þær eru ekki alveg komnar með boltann á hreint stelpurnar, en ég gæti trúað því að það sé ekki langt í að þær sýni góða takta á vellinum. Leikskilingur er ekki alveg fyrir hendi og reglurnar flækjast eitthvað aðeins fyrir þeim, þær hlaupa um allan völl í einni kös á eftir tuðrunni. Þetta leit stundum út eins og fiskitorfa :-)

fjölskyldan myndir