Örvitinn

Jólasveinafárið

Ég spyr bara eins og síðast, verða krakkar að trúa á jólasveina?.

Ég er að spá, ef krakkar eru nógu gamlir til að missa trúna á jólasveininn útaf viðtali eins og þessu, er þá ekki bara kominn tími til að þau hætti að trúa á sveinana?

Gildir ekki það sama um forsíðu DV og viðtal við Idol stjörnu í sjónvarpinu. Ef þetta fær krakkana til að hætta að trúa þá er tímabært að þau hætti að trúa. Ég held að það sé alveg hægt að nota frasann "ef þú hagar þér ekki almennilega færðu kartöflu í skóinn" þó maður flæki ekki sveinka í málið. Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að útskýra þetta fyrir stelpunum bráðlega. Sé ekki að það nein góð ástæða til blekkja þær meðvitað trekk í trekk, held það sé jafnvel ekki siðferðilega rétt

Er nokkur ástæða til að hætta að gefa börnum í skóinn þó börnin hafi ekki ákveðnar ranghugmyndir um veröldina?

Ýmislegt