Örvitinn

Jólatré

Það ku vera skortur á jólatrjám. Ég rauk í Mjóddina rétt áðan og það reyndist nóg til hjá ÍR. Höfum keypt af þeim undanfarin ár og sleppum því ekki núna þegar tvær dætur eru komnar í klúbbinn og sú þriðja í leikfimi sem ég veit ekki hvort er á þeirra vegum. A.m.k. allar líkur á að allar þrjár verði í ÍR á næsta ári.

Keypti tveggja metra tré sem ætti að sóma sér vel í stofunni.

N.b. ef þið farið í Mjódd, þá er jólatrjéssalan núna hinum megin í húsinu - þ.e.a.s. nær strætóstöðinni.

Eitt enn - slakið á umferðinni, það er stríðsástand þarna úti!!

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 23/12/05 14:53 #

Var að koma úr Kringlunni. þar voru allir slakir, tillitssamir og stóískir. Ókunnugir tóku jafnvel spjall saman í léttum dúr meðan beðið var við kassana í Bónus.

Svona ætti þetta að vera allt árið. Undarlegt að það þurfi einhverja svona hátíð til að Íslendingar kalli fram í sér sínar bestu hliðar.

sirry - 23/12/05 21:01 #

Gott að þið fenguð jólatré. Gleðilega hátíð og hafið það sem best