Örvitinn

Jæja já, aðfangadagur og svoleiðis.

Kalkúninn er kominn í ofninn, fullur af apríkósufyllingu og ataður kryddsmjöri, viskustykkið fer ofan á síðar í dag. Jólatréð er ennþá úti á svölum. Ég þarf að rölta út í bílskúr og sækja fótinn, saga neðan af trénu og skella því upp. Þarf reyndar að finna því stað í stofunni en það reddast.

Fengum okkur möndlugraut í hádeginu, Kolla fékk möndluna þar sem hún kvartaði undan því að hafa aldrei fengið hana. Tilviljun er ekki látin ráða í svo mikilvægum málum.

Annars er þetta allt frekar stresslaust, sem betur fer. Stelpurnar vöknuðu klukkan sjö í morgun, eru dálítið spenntar. Fengu sitthvorn DVD-Kids leikinn í morgun og hafa dundað sér dálítið við það. Stefnir í langan dag hjá þeim. Best væri ef þær gætu lagt sig en ég held það séu engar líkur á að það gerist.

Tékklisti dagsins: Jólatré, sætar kartöflur, rauðkál, ausa á kalkúna á 30 mín fresti, forréttur... jájá, þetta er ekki neitt.

"Geturðu stundum skrifað án þess að segja hvað þú ert að skrifa" segir Kolbrún við mig núna, pirrar hana eitthvað að pabbi hennar muldrar við tölvuna :-)

15:30

Jæja, kalkúninn er að verða tilbúinn! Hitinn samkvæmt kjötmæli næstum 70°, ég er búinn að lækka í ofninum og er duglegur að ausa. Óskaplega virðast þeir ofmeta eldunartíma í þessum uppskriftum. Búinn að gera sætu kartöflumúsina, henni þarf bara að stinga inn í ofn í hálftíma. Rauðkálið saxað niður, steiki það á eftir. Það eina sem ég get gert núna er að skera niður hvítlauk og engifer, annað bíður kvölds. Þarf náttúrulega áfram að huga að kalkúnanum.

dagbók
Athugasemdir

Óskar - 26/12/05 04:27 #

Ég keypti ferskan kalkún. Það er þvílíkur munur frá þessu frosna harðfennis harðfiski sem maður fær úr frystikistunum. Kalkúninn kom í loftdæmdum umbúðum og innmaturinn í sér plastipoka, mjög flottur frágangur. Það þurfi ekki að ausa kvikindið sí og æ heldur hélst vökvinn í kjötinu. Hann var safaríkur og virkilega góður. Ég ætla aldrei aftur að kaupa frosið radialdekk nema þá í neyð. Ég mæli með ferskum kalkún.