Örvitinn

Foreldrar, fordæmið biskup!

Væntanlega verða læti, hópúrsagnir úr Þjóðkirkjunni - foreldrar hljóta að vera samkvæmir sjálfum sér og fordæma biskup. Eða hvað?

Biskup trúir ekki á jólasveininn

Reyndar er hræsnin stórkostleg hjá Karlinum.

Heilagur sannleikur

Grýlur og jólasveinar er í besta falli leikur, skemmtun, " sagði biskup. „Allir hafa gott af því að bregða á leik. Ég hef oft leikið jólasvein. En ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorðin manneskja. Það er munur á leik og alvöru. Börnin skynja það. Börn læra að greina milli sannleika og blekkinga. Þau þekkja leikinn og ævintýrið. En þau vita líka hvað er satt og heilt. Það er mikil synd þegar hinir fullorðnu gera þar ekki greinarmun á, og rugla börn beinlínis í ríminu. Jólaguðspjallið er heilagur sannleikur.

Jólaguðspjallið er, svo ég orði það hóflega, fullkominn skáldskapur. Það veit biskup en lýgur þarna eins og svo oft áður. Í raun má halda því fram að biskup sé krónískur lygari, hann vinnur jú við þetta. Svo trúir hann ekki einu sinni á jólasveininn.

Æi, það er eitthvað sætt en um leið skelfilega furðulegt þegar talað er um að jólasveinar séu skáldskapur en jólaguðspjallið heilagur sannleikur. Menn mega nefnilega ekki gleyma því að kristnir trúmenn eru náttúrulega skeptískir á allt annað en sín eigin hindurvitni.

Þessu tengt: Jólasveinafárið

kristni
Athugasemdir

Lárus Viðar - 26/12/05 02:09 #

Ég held að "heilagur sannleikur" þýði e-ð svipað og "í ljósi Krists" hjá prelátum kirkjunnar. Þ.e. "þetta er eins og mér finnst að það eigi að vera". Mér dettur ekki í hug önnur skýring á því hvers vegna sæmilega menntaður maður lætur annað eins frá sér fara.

Hjalti - 26/12/05 02:25 #

Mér datt svipuð útskýring í hug, en í ljósi fyrri skrifa hans efast ég um að það sé rétt.

En ég er viss um að aðrir sæmilega menntaðir menn innam Þjóðkirkjunnar sem vita vel að þetta gerðist ekki, svo sem Carlos og Skúli, vilja líklega sjá ummælin "í ljósi Krists". Það væri ekki eina skiptið.

Matti - 26/12/05 02:43 #

Ætli "heilagur sannleikur""sannleikur" sem er svo "heilagur" að það má ekki efast um hann eða gagnrýna ólíkt "hefðbundnum sannleik" sem stenst rýni? :-)